Ástralskur liðstyrkur í Keflavík

Jordan Smylie er nýjasti leikmaður Keflavíkur.
Jordan Smylie er nýjasti leikmaður Keflavíkur. Ljósmynd/Keflavík

Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur fengið til sín ástralska sóknarmanninn Jordan Smylie.

Leikmaðurinn hefur leikið í heimalandinu allan ferilinn, en hann lék síðast með Blacktown City í næstefstu deild. Þar skoraði hann tíu mörk í 17 deildarleikjum.

Þar á undan lék hann með Central Coast Mariners í efstu deild og skoraði eitt mark í þrettán leikjum.

Keflavík hefur góða reynslu af áströlskum framherjum, því Joey Gibbs var einn besti leikmaður liðsins á árunum 2020 til 2022 og skoraði 36 mörk í 62 leikjum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert