Landsliðsmaður Kamerúns á Egilsstaði

Dani Ndi er kominn til Hattar/Hugins.
Dani Ndi er kominn til Hattar/Hugins. Ljósmynd/Höttur/Huginn

Knattspyrnudeild Hattar/Hugins hefur gengið frá samningi við Kamerúnann Dani Ndi. Miðjumaðurinn á áhugaverðan feril að baki, því hann hefur leikið með Sporting Gijón í efstu deild Spánar.

Lék hann alls 21 leik fyrir liðið í efstu deild Spánar árin 2015 og 2016. Hann hefur einnig leikið með Mallorca í þriðju efstu deild Spánar og þá á hann fimm landsleiki að baki fyrir Kamerún.

Höttur/Huginn hafnaði í fimmta sæti 2. deildarinnar á síðustu leiktíð og leikur því áfram í þriðju efstu deild á komandi leiktíð.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert