Staðfesta brottför Skagamannsins

Oliver Stefánsson í leik með ÍA gegn Breiðabliki. Hann hefur …
Oliver Stefánsson í leik með ÍA gegn Breiðabliki. Hann hefur verið orðaður við Breiðablik. mbl.is/Óttar Geirsson

Sænska knattspyrnufélagið Norrköping staðfesti í dag brottför varnarmannsins Olivers Stefánssonar, en leikmaðurinn og félagið hafa komist að samkomulagi um að rifta samningum þeirra á milli.

Oliver náði ekki að festa sig í sessi hjá Norrköping, þar sem hann var mikið að glíma við meiðsli og veikindi á meðan hann var hjá félaginu.

„Ég náði því miður ekki að sýna mitt rétta andlit vegna allra meiðslanna. Vonandi get ég komið aftur einn daginn. Ég vil þakka öllum fyrir allt,“ er haft eftir Oliveri á heimasíðu félagsins.

„Því miður hefur Oliver verið mikið meiddur og nú þarf hann að koma sér af stað í öðru umhverfi. Oliver er frábær náungi og við óskum honum alls hins besta,“ er haft eftir Tony Martinsson, íþróttastjóra félagsins.  

Oliver kom til Norrköping árið 2018 en lék aldrei deildarleik með liðinu. Hann lék 23 leiki með ÍA á síðustu leiktíð, er hann var að láni frá Norrköping. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert