„Tilfinningin er geggjuð. Það er ekkert smá gaman að vera komin aftur, loksins,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, landsliðskona í fótbolta, í viðtali sem birtist á samfélagsmiðlum Knattspyrnusambands Íslands.
Karólína hefur verið lengi frá vegna meiðsla, en er mætt aftur í landsliðið. „Það er gaman að hitta stelpurnar og komast í þetta umhverfi sem manni líður svo vel í. Þetta er mjög jákvætt,“ sagði hún.
Karólína viðurkenndi að það hafi verið erfitt að fylgjast með liðinu og geta ekki tekið þátt. „Það var ömurlegt, sérstaklega á meðan þessir leikir voru í gangi. Endurhæfingin gekk upp og niður og þetta var erfitt. Vonandi notum við þessa glugga til að verða betra lið,“ sagði hún.
Íslenska liðið er statt á Spáni, þar sem það er á meðal þátttakenda á Pinatar Cup, ásamt Skotlandi, Wales og Filippseyjum. Fyrsti leikur Íslands er gegn Skotlandi á morgun klukkan 14.
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér yfir neðan.
🎙️ KSÍ TV ræddi við Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur eftir æfingu dagsins hér á Spáni.
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 14, 2023
⚽️ Ísland - Skotland í beinni útsendingu á KSÍ TV á morgun, miðvikudag, kl. 14:00.#dottir pic.twitter.com/elDmDNZPSW