Knattspyrnudeild FH hefur gengið frá samningum við þá Kjartan Kára Halldórsson og Eetu Mömmö.
Kjartan kemur til FH að láni frá Haugesund í Noregi, en hann var keyptur til Noregs eftir gott gengi með uppeldisfélagi sínu Gróttu.
Var hann markahæstur í 1. deildinni á síðustu leiktíð með 17 mörk í 19 leikjum.
Mömmö kemur frá ítalska félaginu Lecce, þar sem hann hefur leikið með varaliðinu. Er hann leikmaður U21 árs landsliðs Finna. Hann lék áður með Ilves í heimalandinu.