Ólöf Sigríður Kristinsdóttir stal senunni er hún skoraði tvö mörk fyrir íslenska landsliðið í fótbolta gegn því skoska í fyrsta leik liðanna í Pinatar Cup á Spáni í dag.
Stimplaði framherjinn sig þannig rækilega inn í landsliðið, því hún var að spila sinn fyrsta A-landsleik. Seinna markið var sérlega glæsilegt, en hún afgreiddi þá boltann með glæsibrag upp í bláhornið fjær.
Mörkin má sjá hér fyrir neðan.
Tadhal do @footballiceland! ⚽️
— BBC ALBA (@bbcalba) February 15, 2023
Iceland take the lead! ⚽️ pic.twitter.com/sYo1O3JDfp
⚽️ Tadhal eile do @footballiceland! ⚽️
— BBC ALBA (@bbcalba) February 15, 2023
⚽️ Iceland score another in a space of a minute! ⚽️😱 pic.twitter.com/r3I0C1npAf