Mörk Ólafar í fyrsta landsleiknum (myndskeið)

Ólöf Sigríður Kristinsdóttir með boltann í dag.
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir með boltann í dag. Ljósmynd/KSÍ

Ólöf Sigríður Kristinsdóttir stal senunni er hún skoraði tvö mörk fyrir íslenska landsliðið í fótbolta gegn því skoska í fyrsta leik liðanna í Pinatar Cup á Spáni í dag.

Stimplaði framherjinn sig þannig rækilega inn í landsliðið, því hún var að spila sinn fyrsta A-landsleik. Seinna markið var sérlega glæsilegt, en hún afgreiddi þá boltann með glæsibrag upp í bláhornið fjær.

Mörkin má sjá hér fyrir neðan.  



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert