Ólöf byrjar í sínum fyrsta landsleik

Ólöf Sigríður Kristinsdóttir fær tækifærið í byrjunarliði Íslands í dag.
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir fær tækifærið í byrjunarliði Íslands í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, sóknarmaður Þróttar úr Reykjavík, er í byrjunarliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu fyrir leik þess gegn Skotlandi á Pinatar Cup, sem fer fram á Spáni.

Ólöf Sigríður er nýliði í landsliðshópnum og mun því leika sinn fyrsta landsleik í dag.

Byrjunarlið Íslands og varamenn liðsins í leik dagsins:

Ísland: (4-3-3) Mark: Sandra Sigurðardóttir. Vörn: Guðný Árnadóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir. Miðja: Dagný Brynjarsdóttir, Alexandra Jóhannsdóttir, Amanda Andradóttir. Sókn: Sveindís Jane Jónsdóttir, Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, Agla María Albertsdóttir.

Varamenn: Telma Ívarsdóttir (M), Cecilía Rán Rúnarsdóttir (M), Elísa Viðarsdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Hlín Eiríksdóttir, Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Arna Sif Ásgrímsdóttir, Selma Sól Magnúsdóttir, Diljá Ýr Zomers, Guðrún Arnardóttir, Hafrún Rakel Halldórsdóttir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert