Tveggja marka sigur Íslands í fyrsta leik

Byrjunarlið Íslands í dag.
Byrjunarlið Íslands í dag. Ljósmynd/KSÍ

Ísland hafði betur gegn Póllandi, 4:2, í fyrsta leik liðanna á alþjóðlegu móti U19 ára landsliða kvenna í fótbolta í Portúgal í dag.

Ísland komst í 2:0 og 3:1, en pólska liðið minnkaði muninn í 2:1 og 3:2. Íslenska liðið átti hins vegar lokaorðið.

Fyrirliðinn Sædís Rún Heiðarsdóttir skoraði tvö mörk fyrir íslenska liðið og þær Katla Tryggvadóttir og Snædís María Jörundsdóttir skoruðu sitt markið hvor.

Næsti leikur Íslands á mótinu er gegn Portúgal 18. febrúar næstkomandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert