Tilfinningin ólýsanleg

Ólöf Sigríður Kristinsdóttir skorar fyrra mark sitt í gær.
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir skorar fyrra mark sitt í gær. Ljósmynd/KSÍ

„Tilfinningin er ólýsanleg,“ sagði Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, framherji íslenska landsliðsins í fótbolta, eftir að hún skoraði tvö mörk í sínum fyrsta landsleik gegn Skotlandi á Pinatar Cup á Spáni í gær.

Skoska liðið var sterkara í fyrri hálfleik, en Ólöf Sigríður skoraði bæði mörk Íslands í 2:0-sigri snemma í seinni hálfleik. Skilaboðin frá landsliðsþjálfaranum voru einföld í hálfleik.

„Hann sagði okkur að róa okkur niður og vera yfirvegaðar og gera þetta meira saman,“ sagði Ólöf í viðtali sem birtist á samfélagsmiðlum KSÍ.

Ísland leikur við Wales í næsta leik mótsins á laugardaginn kemur. „Ég held hann verði betri en þessi leikur,“ sagði Ólöf Sigríður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert