Blikar komu fram hefndum gegn FH

Breiðablik hafði betur gegn FH í kvöld.
Breiðablik hafði betur gegn FH í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Breiðablik vann 3:1-sig­ur á FH í riðli 2 í Lengju­bik­ar karla í fót­bolta í kvöld. FH vann 4:0-stór­sig­ur á Breiðabliki í úr­slit­um Þunga­vigt­ar­bik­ars­ins á dög­un­um, en Breiðablik kom fram hefnd­um í kvöld.

Fyr­irliðinn Hösk­uld­ur Gunn­laugs­son kom Breiðabliki yfir á 9. mín­útu með marki úr víti og Stefán Ingi Sig­urðar­son tvö­faldaði for­skotið á 21. mín­útu.

Vuk Óskar Dimitrij­evic minnkaði mun­inn fyr­ir FH á 35. mín­útu, en aðeins sjö mín­út­um síðar skoraði Björn Daní­el Sverris­son sjálfs­mark og var ekk­ert skorað í seinni hálfleik.

Í sama riðli vann Sel­foss 1:0-sig­ur á Leikni úr Reykja­vík á heima­velli sín­um. Spán­verj­inn Gonzalo Zamorano skoraði sig­ur­markið á 28. mín­útu. Bæði lið leika í 1. deild á næstu leiktíð, eft­ir að Leikn­ir féll úr Bestu deild­inni í fyrra.

Breiðablik er með níu stig á toppi riðils­ins og FH í öðru með þrjú. ÍBV, Leikn­ir og Sel­foss eru öll án stiga og Kórdreng­ir hafa ekki spilað leik, en mik­il óvissa rík­ir um framtíð fé­lags­ins.

Í öðrum leikj­um kvölds­ins vann Njarðvík 4:0-sig­ur á Gróttu í riðli 3 þar sem þeir Omar Di­ouck og Magnús Magnús­son skoruðu tvö mörk hvor í Nettó­höll­inni. 

Fram vann 4:3-sig­ur á Aft­ur­eld­ingu í Mos­fells­bæ. Guðmund­ur Magnús­son skoraði tvö mörk fyr­ir Fram og þeir Magnús Þórðar­son og Delp­hin Ts­hi­em­be eitt hvor. Ásgeir Marteins­son, Rík­h­arður Smári Grön­dal og Breki Freyr Gísla­son gerðu mörk Aft­ur­eld­ing­ar. 

Þá vann Kefla­vík 2:1-sig­ur á Þrótti úr Reykja­vík í Laug­ar­daln­um. Frétt­in verður upp­færð með marka­skor­ur­um þess leiks þegar þeir ber­ast. 

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert
Loka