Oliver kominn í Kópavoginn

Oliver Stefánsson í leik með ÍA gegn Breiðabliki síðasta sumar.
Oliver Stefánsson í leik með ÍA gegn Breiðabliki síðasta sumar. mbl.is/Óttar Geirsson

Íslandsmeistarar Breiðabliks staðfestu í dag að þeir hefðu fengið knattspyrnumanninn Oliver Stefánsson í sínar raðir frá Norrköping í Svíþjóð og samið við hann út tímabilið 2025.

Oliver er tvítugur varnartengiliður sem fór kornungur frá ÍA til Norrköping en glímdi lengi við slæm meiðsli. Hann kom til Skagamanna í láni fyrir síðasta tímabil og spilaði 23 leiki með liðinu í Bestu deildinni og skoraði eitt mark.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert