„Já, sérstaklega í seinni hálfleik,“ sagði Agla María Albertsdóttir, landsliðskona í fótbolta, í viðtali sem birtist á samfélagsmiðlum KSÍ, aðspurð hvort hún hafi verið ánægð með 2:0-sigur Íslands á Skotlandi í fyrsta leik liðanna í Pinatar Cup á Spáni.
„Í fyrri hálfleik var ekki mikið að gerast og þær fengu færi. Við náðum að pressa þær vel í seinni hálfleik og þá spiluðum við þokkalega,“ bætti hún við. Bæði mörk Íslands komu í seinni hálfleik, sem var betur spilaður en sá fyrri.
„Við þorðum að spila boltanum. Við verðum að halda áfram að gera það. Við héldum skipulagi vel líka,“ sagði hún.
Ísland mætir Wales í öðrum leik sínum á mótinu á morgun og Agla á von á svipuðum leik og gegn Skotlandi. „Þetta svipar að mörgu leiti til Skotland og verður svipaður leikur að mörgu leiti,“ sagði Agla.
🎙️ Agla María Albertsdóttir ræddi við okkur eftir æfingu dagsins.#dottir pic.twitter.com/uYOO8gBzfQ
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 17, 2023