Spænski knattspyrnumaðurinn Adrian Sánchez hefur skipt úr Víkingi frá Ólafsvík og í Selfoss.
Sánchez lék 19 leiki með Ólafsvíkingum í 2. deildinni á síðustu leiktíð og skoraði í þeim eitt mark.
Leikmaðurinn er 28 ára varnarmaður, sem lék í heimalandinu áður en hann skipti yfir til Ólafsvíkur.
Selfoss hafnaði í níunda sæti 1. deildarinnar á síðustu leiktíð og fær Spánverjinn að spreyta sig í næstefstu deild í fyrsta sinn.