Þurfum að þora að fara í pressuna

Alexandra Jóhannsdóttir er spennt fyrir leiknum gegn Wales.
Alexandra Jóhannsdóttir er spennt fyrir leiknum gegn Wales. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alexandra Jóhannsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, var óánægð með fyrri hálfleikinn í 2:0-sigri Íslands á Skotlandi í fyrsta leik liðanna á Pinatar Cup-mótinu á Spáni í vikunni.

Skoska liðið var var töluvert sterkara í fyrri hálfleiknum, en Ísland skoraði bæði mörk leiksins snemma í seinni hálfleik.

„Við höfum spilað betur en við gerðum í fyrri hálfleik. Við vorum að nýja hluti og það gekk ekki upp. Það var smá andleysi í liðinu, en seinni hálfleikurinn var allt annar. Það lifnaði yfir liðinu og við sýndum okkar rétta andlit,“ sagði Alexandra í viðtali sem birtist á samfélagsmiðlum KSÍ í dag.

„Við viljum byrja betur. Við byrjuðum illa og spiluðum lélegar 45 mínútur. Við þurfum að þora að fara í pressuna,“ bætti miðjukonan vel.

Ísland leikur við Wales í öðrum leik mótsins á morgun og Alexandra á von á svipuðum leik og gegn Skotlandi. „Við búumst við hörkuleik. Þetta er aggressívt lið og kannski svipað og skoska liðið,“ sagði Alexandra.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert