Unglingalandsliðskona í Stjörnuna frá Blikum

Eyrún Vala Harðardóttir er komin í Stjörnuna.
Eyrún Vala Harðardóttir er komin í Stjörnuna. Ljósmynd/Stjarnan

Knattspyrnukonan Eyrún Vala Harðardóttir hefur skipt yfir í Stjörnuna frá Breiðabliki. Eyrún lék fjóra leiki með Aftureldingu í Bestu deildinni á síðustu leiktíð, að láni frá Breiðabliki.

Skoraði hún tvö mörk í leikjunum fjórum og var annað markið einmitt gegn Stjörnunni.

Eyrún, sem er á 19. aldursári, lék aldrei keppnisleik með Breiðabliki, en á að baki 36 deildarleiki í 1. deild með Augnabliki. Þá á hún tvo leiki fyrir U19 ára landsliðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert