Knattspyrnukonan Guðný Árnadóttir hefur yfirgefið landsliðshópinn sem leikur á Pinatar Cup á Spáni vegna meiðsla.
KSÍ staðfesti tíðindin á Twitter-síðu sinni í kvöld. Guðný var í byrjunarliðinu er liðið vann 2:0-sigur á Skotlandi í fyrsta leik mótsins.
Leikurinn var sá 20. hjá Guðnýju með A-landsliðinu, en hún leikur með AC Mílan á Ítalíu. Enginn verður kallaður inn í hópinn í stað Guðnýjar.