„Þetta var bara gert með ást“

„Þetta var bara gert með ást,“ sagði Kári Árnason, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu og yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi úr Reykjavík, í Dagmálum.

Kári, sem er fertugur, varð Íslands- og bikarmeistari með Víkingum árið 2021 áður en hann lagði skóna á hilluna.

Kristall Máni Ingason var liðsfélagi Kára hjá Víkingum en hann skaut létt á Kára og Sölva Geir Ottesen í viðtali við fótbolta.net eftir að Víkingur varð bikarmeistari haustið 2021 og talaði um fyrirliðana sem leiðinlegustu gæja sem hann hefði kynnst.

„Ég held að hann átti sig á því þegar hann eldist,“ sagði Kári.

„Við vorum að reyna gera honum grein fyrir því hvað þarf til þess að vinna leiki og allt annað sem í boði er,“ sagði Kári meðal annars í léttum tón.

Viðtalið við Kára í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Kári Árnason.
Kári Árnason. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert