Valur vann á Skaganum

Kristinn Freyr Sigurðsson skoraði annað mark Vals í dag.
Kristinn Freyr Sigurðsson skoraði annað mark Vals í dag. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Valur gerði góða ferð á Akranes og hafði betur gegn ÍA, 2:0, þegar liðin mættust í riðli 1 í A-deild Lengjubikarsins í knattspyrnu karla í Akraneshöllinni í dag.

Sigurður Egill Lárusson kom Val yfir á 28. mínútu og staðan 1:0 í leikhléi.

Á 71. mínútu fékk Aron Jóhannsson sitt annað gula spjald og þar með rautt og Skagamenn því einum fleiri það sem eftir lifði leiks.

Þrátt fyrir að vera einum leikmanni færri tvöfaldaði Valur forystuna á 90. mínútu.

Það gerði Kristinn Freyr Sigurðsson þegar hann skoraði af öryggi úr vítaspyrnu.

Eftir sigurinn er Valur í efsta sæti riðilsins með fullt hús stiga, 6, að loknum tveimur leikjum.

ÍA er í þriðja sæti með 3 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert