„Það er alveg óhætt að segja það að þetta var vonbrigðamót,“ sagði Kári Árnason, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu og yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi úr Reykjavík, í Dagmálum.
Kári, sem er fertugur, var í lykilhlutverki hjá íslenska karlalandsliðinu sem tók þátt í lokakeppni heimsmeistaramótsins árið 2018 í Rússlandi.
„Það var ýmislegt sem fór úrskeiðis og það var mikið um meiðsli hjá okkur,“ sagði Kári.
„Afrekið að vinna riðilinn í undankeppninni, án Kolbeins Sigþórssonar, var magnað og Gylfi Þór tók skref fram á við í þessari undankeppni þar sem hann var stórkostlegur,“ sagði Kári meðal annars.
Viðtalið við Kára í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.