„Það kom einhver stimpill á liðið“

„Það er mikið af strákum þarna sem voru í liðinu þegar að ég var þarna,“ sagði Kári Árnason, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu og yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi úr Reykjavík, í Dagmálum.

„Þetta hefur ekki verið gott, en þetta hefur skánað, sem er ekkert skrítið enda er þjálfarinn búinn að vera með liðið núna í ágætis tíma,“ sagði Kári.

„Við héldum að við værum komnir með uppskriftina að því að ná árangri en svo kemur einhver stimpill á liðið um að við höfum legið til baka og beitt endalausum skyndisóknum.

Ef þú horfir á leikina aftur þá var þetta ekki lið sem lá til baka heldur lið sem skoraði nánast í hverjum einasta leik.

Aginn var mikill og það voru engin mistök leyfð. Ef þú gerðir of mikið af mistökum var þér bara skipt út,“ sagði Kári meðal annars.

Viðtalið við Kára í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Kári Árnason, Hannes Þór Halldórsson og Ragnar Sigurðsson fagna sæti …
Kári Árnason, Hannes Þór Halldórsson og Ragnar Sigurðsson fagna sæti á HM 2018. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert