Var gráti næst þegar hann kom til Danmerkur

„Ég var gráti næst þegar ég kom fyrst til félagsins,“ sagði Kári Árnason, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu og yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi úr Reykjavík, í Dagmálum.

Kári, sem er fertugur, gekk til liðs við AGF í Danmörku árið 2006 frá Djurgården í Svíþjóð.

„Liðið var svo miklu, miklu lélegra en Djurgården,“ sagði Kári.

„Það rættist svo ágætlega úr þessu og við náðum upp fínum stöðugleika sem lið um miðja deild,“ sagði Kári meðal annars.

Viðtalið við Kára í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Kári Árnason.
Kári Árnason. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert