Danskur miðjumaður til Keflavíkur

Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfar Keflvíkinga.
Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfar Keflvíkinga. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Sami Kamel, danskur knattspyrnumaður sem er fæddur í Írak, er genginn til liðs við Keflvíkinga.

Kamel, sem er 29 ára gamall miðjumaður, hefur leikið í Danmörku og Noregi allan sinn feril, með Næstved, Hellerup og Köge í Danmörku en frá árinu 2016 hefur hann spilað með Hönefoss og Brattvåg í norsku B- og C-deildunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka