Jafntefli hjá bresku mótherjum Íslands

Úr leik Íslands og Wales á Pinatar Cup á laugardaginn …
Úr leik Íslands og Wales á Pinatar Cup á laugardaginn var. Ljósmynd/KSÍ

Skotland og Wales gerðu jafntefli, 1:1, í Pinatar móti kvenna í fótbolta á Spáni í dag, en Ísland mætir Filippseyjum í kvöld og dugir jafntefli til að vinna mótið. 

Fyrir leiki dagsins var staðan í riðlinum eftirfarandi:

1. Ísland 4 stig
2. Wales 4 stig
3. Skotland 3 stig
4. Filippseyjar 0 stig

Sophie Howatrd, leikmaður Leicester, kom Skotlandi yfir á 32. mínútu en Ceri Holland, leikmaður Liverpool, jafnaði metin fyrir þær velsku tíu mínútum síðar og við stóð, 1:1.

Þessi úrslit þýða það að Íslandi nægir jafntefli gegn Filippseyjum í kvöld til þess að vinna mótið á markatölu, en íslenska liðið er með tvo í plús á meðan að Wales er með einn. 

Leikur Íslands og Filippseyja hefst klukkan 19:30 að íslenskum tíma og verður í beinni textalýsingu á mbl.is 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka