Leiknir úr Reykjavík vann í kvöld óvæntan sigur á Íslandsmeisturum Breiðabliks, 2:0, í deildabikar karla í fótbolta, Lengjubikarnum, á heimavelli sínum í Efra-Breiðholti.
Daníel Finns Matthíasson skoraði á 24. mínútu leiksins og Jón Hrafn Barkarson tryggði sigurinn með marki á 82. mínútu.
Breiðablik er samt efst í riðlinum með sex stig en Leiknir er kominn með þrjú stig eins og FH og Selfoss. Þá eru Eyjamenn enn ekki búnir að spila leik í riðlinum sem er því galopinn en sigurliðið kemst áfram í undanúrslit keppninnar.