Mikill liðstyrkur fyrir HK

Guðmunda Brynja Óladóttir er orðin leikmaður HK.
Guðmunda Brynja Óladóttir er orðin leikmaður HK. Ljósmynd/HK

Knattspyrnukonan Guðmunda Brynja Óladóttir hefur gert tveggja ára samning við HK. Kemur hún til félagsins frá KR.

Guðmunda er uppalin hjá Selfossi, en hún hefur einnig leikið með Stjörnunni og svo KR. Sóknarmaðurinn hefur leikið fimmtán A-landsleiki og skorað í þeim eitt mark.

Leikmaðurinn skoraði fjögur mörk fyrir KR í 18 leikjum í Bestu deildinni á síðustu leiktíð. Þar á undan skoraði hún 13 mörk í 11 leikjum í 1. deildinni.

Alls hefur hún leikið 149 leiki í efstu deild og skorað í þeim 65 mörk. Í 48 leikjum í 1. deild hefur hún gert 46 mörk.  

HK endaði í fjórða sæti 1. deildarinnar á síðustu leiktíð og leikur því aftur í næstefstu deild á komandi tímabili. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert