Þorsteinn Halldórsson þjálfari kvennalandsliðs Íslands í knattspyrnu gerir tíu breytingar á byrjunarliðinu fyrir leikinn gegn Filippseyjum á Pinatar-mótinu á Spáni sem hefst klukkan 19.30.
Elísa Viðarsdóttir er eini leikmaðurinn sem heldur sæti sínu í byrjunarliðinu frá markalausa jafnteflinu gegn Wales á laugardaginn.
Meðal þeirra sem koma inn eru Diljá Ýr Zomers og Telma Ívarsdóttir markvörður sem báðar leika sinn annan landsleik og Hafrún Rakel Halldórsdóttir sem leikur sinn fyrsta leik frá árinu 2021.
Liðið er þannig skipað:
Mark: Telma Ívarsdóttir.
Vörn: Elísa Viðarsdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Arna Sif Ásgrímsdóttir, Hafrún Rakel Halldórsdóttir
Miðja: Dagný Brynjarsdóttir, Amanda Andradóttir, Alexandra Jóhannsdóttir.
Sókn: Diljá Ýr Zomers, Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, Agla María Albertsdóttir.