Glódís lyfti bikarnum á Spáni (myndskeið)

Íslenska landsliðið á verðlaunapallinum í gærkvöld.
Íslenska landsliðið á verðlaunapallinum í gærkvöld. Ljósmynd/KSÍ

Ísland vann alþjóðlega Pinatar-mótið í knattspyrnu kvenna á Spáni í gærkvöld og eftir sigurinn á Filippseyjum tók Glódís Perla Viggósdóttir fyrirliði við veglegum bikar við glæsilega verðlaunaafhendingu.

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði frá KSÍ var vel staðið að verðlaunaafhendingunni og góð stemning þegar Glódís lyfti bikarnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert