Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna hljóta jafnréttisverðlaun Knattspyrnusambands Íslands fyrir árið 2022 en þau eru jafnan veitt í tengslum við ársþing sambandsins.
Samtökin voru endurvakin á síðasta ári, eftir að hafa legið lengi í dvala, og á heimasíðu KSÍ segir að þau hafi starfað ötullega að baráttumálum kvenna í knattspyrnu með ýmsum hætti allt árið og muni halda því áfram.