Bikarmeistararnir höfnuðu tilboði frá Lettlandi

Logi Tómasson og Arnar Gunnlaugsson.
Logi Tómasson og Arnar Gunnlaugsson. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Forráðamenn Víkings úr Reykjavík höfnuðu á dögunum tilboði frá Lettlandi í knattspyrnumanninn Loga Tómasson.

Það er fótbolti.net sem greinir frá þessu en Logi, sem er 22 ára gamall, er uppalinn í Fossvoginum.

Tilboðið kom frá Riga en liðið endaði í öðru sæti deildarinnar á síðustu leiktíð, fjórum stigum frá toppliði Valmiera. Axel Óskar Andrésson lék með Riga árið 2021 áður en hann gekk til liðs við Örebro í Svíþjóð í mars á síðasta ári.

Alls á Logi að baki 72 leiki í efstu deild með Víkingum og FH en hann varð Íslandsmeistari með Víkingum árið 2021 og þá hefur hann þrívegis orðið bikarmeistari með liðinu, árin 2019, 2021 og 2022.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert