Reykjavíkurliðin með fullt hús stiga

Valur og Víkingur unnu báða sína leiki í kvöld.
Valur og Víkingur unnu báða sína leiki í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Valur og Víkingur Reykjavík eru bæði með fullt hús stiga eftir sigra í deildabikar karla í knattspyrnu, Lengjubikarnum, í kvöld.

Valsmenn unnu sannfærandi sigur gegn Vestra á Hlíðarenda, 3:0, þar sem þeir Lúkas Logi Heimisson, Sigurður Egill Lárusson og Adam Ægir Pálsson skoruðu mörk Vals.

Liðið er í efsta sæti 1. riðils með níu stig, sex stigum meira en KR, en KR á leik til góða á Val.

Þá skoruðu Matthías Vilhjálmsson og Nikolaj Andreas Hansen mörk Víkinga þegar liðið vann 3:0-sigur gegn Fram í Úlfarsárdal. Framarar urðu síðan fyrir því óláni að skora sjálfsmark og lokatölur urðu 3:0 fyrir Víkinga.

Víkingar eru með níu stig í efsta sæti 3. riðils en Stjarnan er í öðru sætinu með fjögur stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert