Úrslitaleiknum frestað

Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir og Sæunn Björnsdóttir eigast við í leik …
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir og Sæunn Björnsdóttir eigast við í leik Vals og Þróttar síðasta sumar. mbl.is/Óttar Geirsson

Úrslitaleik Þróttar úr Reykjavík og Vals í Reykjavíkurmóti kvenna í knattspyrnu hefur verið frestað.

Þetta kom fram í tilkynningu sem KSÍ sendi frá sér í dag en til stóð að leikurinn myndi fara fram annað kvöld í Egilshöllinni.

„Mótanefnd KRR hefur ákveðið að fresta úrslitaleik Þróttar og Vals í meistaraflokki kvenna á Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu að ósk beggja félaga,“ segir í tilkynningu KSÍ.

„Leikurinn átti að fara fram föstudaginn 24. febrúar í Egilshöll. Nýr leikdagur verður gefinn út eftir helgi,“ segir enn fremur í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert