KA vann 5:0-stórsigur á Þrótti úr Reykjavík er liðin mættust í riðli 4 í Lengjubikar karla í fótbolta á Greifavellinum á Akureyri í dag.
Eftir markalausan fyrri hálfleik skoraði Færeyingurinn Pætur Petersen tvö fyrstu mörk KA í seinni hálfleik.
Harley Willard bætti við öðru markinu og þeir Daníel Hafsteinsson og Hallgrímur Mar Steingrímsson sáu um að gera fjórða og fimmta markið.
KA er í toppsæti riðilsins með níu stig, tveimur stigum á undan Keflavík. Þróttur er á botninum, án stiga.