Tveimur leikjum er lokið í deildabikar karla í fótbolta í dag.
Í riðli 4 gerðu Keflavík og Fylkir jafntefli suður með sjó, 2:2. Nikulás Val Gunnarsson skoraði fyrsta mark leiksins fyrir gestina í Fylki snemma leiks. Keflvíkingar komu til baka með tveimur mörkum Sindra Þórs Guðmundssonar og Sami Kamel sitt hvoru megin við leikhléið.
Það var svo Birkir Eyþórsson sem jafnaði metin fyrir Fylki þegar um sjö mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.
Keflavík er sem stendur í efsta sæti riðilsins með sjö stig, þremur stigum á undan Fylki sem er í þriðja sæti. KA sem tekur á móti Þrótti síðar í dag er í 2. sæti með sex stig en á leik til góða á Keflavík.
Í riðli 1 fékk HK heimsókn ofan af Akranesi og höfðu Kópavogsbúar betur, 1:0. Markið skoraði Oliver Haurits á 90. mínútu leiksins.
Þetta var annar sigur HK í riðlinum en liðið er með sex stig eftir þrjá leiki í öðru sæti riðilsins. ÍA er með þrjú stig eins og KR í þriðja og fjórða sæti.