Knattspyrnumaðurinn Jakob Franz Pálsson hefur fengið félagaskipti frá Venezia á Ítalíu yfir í KR.
Jakob er hægri bakvörður, sem fæddur er árið 2003. Hann var á láni hjá Chiasso í svissnesku C-deildinni fyrri hluta tímabilsins.
Hann á að baki 12 leiki í 1. deild með Þór en fór þaðan til Venezia í ársbyrjun 2021. Jakob hefur spilað með öllum yngri landsliðum Íslands, samtals 20 leiki og þar af einn með 21-árs landsliðinu.