Selfoss vann FH, 4:2, í Lengjubikar kvenna í knattspyrnu á Selfossi í kvöld.
Unnur Dóra Birgisdóttir skoraði fyrstu tvö mörk Selfoss á 8. og 25. mínútu og kom þeim vínrauðu í 2:0. Selfyssingar urðu fyrir því óláni að setja boltann í eigið net og minnkuðu muninn í 2:1 fyrir Hafnfirðinga.
Í seinni hálfleik var svo komið að Lilju Björk Unnarsdóttur að setja tvö mörk en hún setti sitthvort markið á 79. og 86. mínútu.
Berglind Freyja Hlynsdóttir minnkaði svo muninn í 4:2 fyrir FH tveimur mínútum síðar. Lilja er fædd 2006 og Berglind ári síðar og eiga því framtíðina fyrir sér.
Þetta var fyrsti leikur sem og sigur Selfoss í riðli 1. FH hefur spilað tvo leiki og tapað þeim báðum.