Þróttur úr Reykjavík vann sterkan 2:0-sigur á Val er liðin mættust í riðli 1 í A-deild Lengjubikars kvenna í fótbolta á Origo-vellinum í kvöld.
Freyja Karín Þorvarðardóttir kom Þrótti yfir á 37. mínútu og innsiglaði tveggja marka sigur á 85. mínútu.
Þróttur er með sex stig eftir tvo leiki, eins og Þór/KA. Selfoss er í þriðja sæti með þrjú stig eftir einn leik. Valur, FH og KR eru án stiga. FH og KR hafa leikið tvo leiki og Valur einn.