KR-ingar hafa samið við færeyska knattspyrnumanninn Hall Hansson um samningslok hans hjá félaginu.
Hallur kom til KR frá Vejle í Danmörku fyrir síðasta tímabil og hafði spilað 25 leiki með liðinu, þar af 20 í Bestu deildinni, þegar hann slasaðist illa á hné í leik gegn Víkingi í september með þeim afleiðingum að hann verður frá keppni langt fram eftir þessu ári.
Hallur, sem er þrítugur miðjumaður, hefur verið fastamaður í færeyska landsliðinu um árabil og á þar 72 landsleiki að baki.
Hallur Hansson og Knattspyrnufélag Reykjavíkur hafa komist að samkomulagi um samningslok.
— KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) February 27, 2023
Hallur kom til KR fyrir síðasta tímabil og náði að spila 25 leiki áður en hann meiddist illa í leik í september sl.
KR þakkar Halli fyrir góðan tíma hjá félaginu og óskar honum góðs bata. pic.twitter.com/V2VO8aPCKz