Hallur farinn frá KR-ingum

Hallur Hansson í leik með KR gegn Stjörnunni á síðasta …
Hallur Hansson í leik með KR gegn Stjörnunni á síðasta sumri. mbl.is/Eggert Jóhannesson

KR-ingar hafa samið við færeyska knattspyrnumanninn Hall Hansson um samningslok hans hjá félaginu.

Hallur kom til KR frá Vejle í Danmörku fyrir síðasta tímabil og hafði spilað 25 leiki með liðinu, þar af 20 í Bestu deildinni, þegar hann slasaðist illa á hné í leik gegn Víkingi í september með þeim afleiðingum að hann verður frá keppni langt fram eftir þessu ári.

Hallur, sem er þrítugur miðjumaður, hefur verið fastamaður í færeyska landsliðinu um árabil og á þar 72 landsleiki að baki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert