Sænski knattspyrnumaðurinn Emil Berger hefur samið við færeyska félagið HB frá Þórshöfn í Færeyjum. Hann lék síðast í tvö tímabil með Leikni úr Reykjavík.
Berger, sem er 31 árs gamall miðjumaður, á að baki 57 leiki í efstu deild með Leikni og Fylki þar sem hann hefur skorað átta mörk. Hann er þriðji leikjahæsti Leiknismaðurinn í efstu deild frá upphafi með 47 leiki og næstmarkahæstur með sjö mörk.
Berger lék 26 leiki með liðinu í Bestu deildinni síðasta sumar þar sem hann skoraði sex mörk en Leiknir féll úr efstu deild í haust. Samtals á hann að baki 270 deildaleiki á Íslandi, í Svíþjóð og Noregi.