Grótta fær reyndan varnarmann

Aron Bjarki Jósepsson í leik með Skagamönnum gegn Val síðasta …
Aron Bjarki Jósepsson í leik með Skagamönnum gegn Val síðasta sumar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Knattspyrnumaðurinn Aron Bjarki Jósepsson, sem lék með ÍA í fyrra en áður með KR um árabil, er genginn til liðs við 1. deildarlið Gróttu.

Aron Bjarki er Húsvíkingur og lék með Völsungi til að byrja með en síðan samfellt með KR árin 2011 til 2021 og varð þrisvar Íslandsmeistari og þrisvar bikarmeistari með Vesturbæingum. Hann lék 128 leiki með þeim í efstu deild og skoraði átta mörk.

Á síðasta tímabili lék Aron með Skagamönnum og spilaði 18 leiki í Bestu deildinni og skoraði tvö mörk. Hann á samtals að baki 230 deildaleiki með ÍA, KR og Völsungi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert