Knattspyrnumaðurinn Pétur Theódór Árnason er kominn aftur til liðs við uppeldisfélag sitt, Gróttu, en hann verður þar í láni frá Breiðabliki á komandi keppnistímabili.
Pétur er 27 ára gamall sóknarmaður sem varð markakóngur 1. deildar með Gróttu árin 2019 og 2021 og lék með liðinu í úrvalsdeildinni 2020.
Hann gekk til liðs við Breiðablik í árslok 2021 en sleit þá krossband á æfingu og missti af nánast öllu síðasta tímabili en kom inn á í einum leik með Breiðabliki undir lokin. Pétur hefur samtals skorað 61 mark í 136 leikjum á Íslandsmótinu.
Grótta hafnaði í þriðja sæti 1. deildar á síðasta tímabili.