Þrefaldur danskur liðstyrkur

Mikkel Jakobsen í leik með Leikni á síðustu leiktíð.
Mikkel Jakobsen í leik með Leikni á síðustu leiktíð. mbl.is/Óttar Geirsson

Knattspyrnudeild Vestra hefur gengið frá samningi við Mikkel Jakobsen og kemur hann til félagsins frá Leikni úr Reykjavík.

Jakobsen lék 26 leik með Leikni í Bestu deildinni á síðustu leiktíð og skoraði í þeim tvö mörk.

Þá hefur Vestri einnig samið við Morten Hansen, sem lék hjá Kórdrengjum á síðustu leiktíð. Lék hann þar undir stjórn Davíðs Smára Lamude, sem tók við Vestra á dögunum.

Loks hefur Vestri samið við Gustav Kjeldsen, einnig frá Danmörku sem lék síðast með HB í Þórshöfn í Færeyjum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert