Ari Sigurpálsson, vængmaður Víkings úr Reykjavík, mun missa af fyrstu leikjum liðsins á tímabilinu eftir að hafa meiðst á æfingu.
„Þetta eru slæmar fréttir með Ara. Hann tognaði illa og verður örugglega frá í sex til átta vikur. En það er lán í óláni að þetta eru sex til átta vikur frekar en þrír til fjórir mánuðir.
Hann verður vonandi leikfær í byrjun maí og þá er sumarið bara rétt að byrja. Ég er mjög svekktur fyrir hans hönd,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, í samtali við Fótbolta.net.