Davíð Ingvarsson, vinstri bakvörður Íslandsmeistara Breiðabliks, gekkst undir aðgerð á ökkla í gær og verður af þeim sökum frá æfingum og keppni um skeið.
Fótbolti.net greinir frá því að búist væri við því að Davíð verði frá í um sex vikur.
Fyrsti leikur Breiðabliks í Bestu deildinni á komandi tímabili mun fara fram þann 10. apríl næstkomandi, sem er eftir tæpar sex vikur, og því er líklegt að Davíð missi að minnsta kosti af þeim leik.
Hann er 23 ára og lék 19 leiki fyrir Blika í Bestu deildinni á síðasta tímabili. Alls hefur hann leikið 71 leiki í efstu deild fyrir liðið og skorað í þeim eitt mark.