Stjarnan framlengir við efnilegan leikmann

Úr leik Stjörnunnar gegn ÍBV síðastliðið sumar.
Úr leik Stjörnunnar gegn ÍBV síðastliðið sumar. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Hinn ungi og efnilegi Sigurbergur Áki Jörundsson hefur skrifað undir nýjan samning við knattspyrnudeild Stjörnunnar sem gildir út tímabilið 2025.

Sigurbergur Áki er 18 ára gamall miðjumaður sem lék sem lánsmaður hjá Gróttu í næstefstu deild á síðasta tímabili, þar sem hann skoraði eitt mark í 18 leikjum.

Hann hefur komið við sögu í fjórum leikjum með Stjörnunni í riðli 3 í A-deild Lengjubikarsins á þessu ári en á enn eftir að leika sinn fyrsta deildar- eða bikarleik fyrir uppeldisfélagið.

Sigurbergur Áki hefur leikið tíu landsleiki fyrir yngri landslið Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert