U21-árs landsliðið fer til Ungverjalands og Finnlands

Kristall Máni Ingason er lykilmaður hjá íslenska U21-árs landsliðinu.
Kristall Máni Ingason er lykilmaður hjá íslenska U21-árs landsliðinu. mbl.is/Kristvin Guðmundsson

U21-árs landslið karla í knattspyrnu mun leika tvo vináttulandsleiki áður en undankeppni fyrir EM 2025 hefst næstkomandi haust.

Liðið mun mæta Ungverjalandi þann 19. júní og Finnlandi þann 7. september.

Báðir leikirnir fara fram ytra og verða leiktímar birtir síðar.

Ísland hefur leik í undankeppni EM 2025 þann 12. september næstkomandi þegar Tékkland kemur í heimsókn hingað til lands.

Næsti leikur liðsins verður gegn Írlandi þar sem liðin mætast í vináttuleik í Cork þann 26. mars.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert