Undanúrslit blasa við KA eftir nauman sigur

Harley Willard með Þórsara á hælunum í leiknum í kvöld …
Harley Willard með Þórsara á hælunum í leiknum í kvöld en hann skoraði sigurmark KA. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

KA á alla möguleika á að komast í undanúrslit deildabikars karla í fótbolta, Lengjubikarsins, eftir nauman sigur á grönnum sínum í Þór á Akureyri í kvöld, 1:0.

Harley Willard, sem lék með Þór í fyrra, skoraði sigurmark KA-manna á 73. mínútu en þeir hafa nú lokið keppni í 4. riðli með 12 stig. Keflavík er með sjö stig en á aðeins einn leik eftir.

Fjölnir er með sex stig og á tvo leiki eftir, gegn Keflavík og Fylki, og þarf að vinna úrvalsdeildarliðin tvö með minnst þriggja marka mun samanlagt til að ná efsta sætinu af KA og komast í undanúrslit.

Fylkir er með fjögur stig, Þór þrjú og Þróttur úr Reykjavík er án stiga í riðlinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert