Stjarnan hafði betur gegn Keflavík á heimavelli, 2:0, í Lengjubikar kvenna í fótbolta í kvöld.
Jasmín Erla Ingadóttir, markadrottning Bestu deildarinnar á síðustu leiktíð, kom Stjörnunni yfir á 39. mínútu og Snædís María Jörundsdóttir skoraði annað markið á 70. mínútu.
Stjarnan hefur unnið alla þrjá leiki sína í riðli 2 til þessa og er liðið með níu stig. Breiðablik og ÍBV hafa aðeins leikið einn leik og eru þau í öðru og þriðja sæti með þrjú stig hvort.
Keflavík er einnig með þrjú stig, en hefur leikið þrjá leiki. Afturelding og Tindastóll eru án stiga, eftir að hafa leikið tvo leiki hvort.