Breiðablik valtaði yfir Aftureldingu, 7:0, í riðli 2 í Lengjubikar kvenna í fótbolta á Kópavogsvelli í dag.
Birta Georgsdóttir skoraði tvö og þær Andrea Rut Bjarnadóttir, Katrín Ásbjörnsdóttir, Agla María Albertsdóttir og Taylor Ziemer eitt hver í fyrri hálfleik og voru hálfleikstölur því 6:0.
Breiðablik slakaði verulega á í seinni hálfleik, en Birta fullkomnaði þrennuna með sjöunda marki Blika á 52. mínútu og þar við sat.
Breiðablik hefur byrjað riðilinn með látum, því liðið vann 8:0-sigur á Tindastóli í fyrsta leik og er því með sex stig og markatöluna 15:0 eftir tvo leiki. Afturelding er án stiga eftir þrjá leiki.