ÍA vann góðan sigur á Grindavík 2:0, þegar liðin mættust í riðli 1 í A-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu.
Hinn 18 ára gamli Ármann Ingi Finnbogasona kom Skagamönnum á bragðið á 79. mínútu og aðeins þremur mínútum síðar innsiglaði hinn 15 ára gamli Daniel Ingi Jóhannesson sigurinn.
Báðir höfðu þeir komið inn á sem varamenn á 57. mínútu.
Með sigrinum fór ÍA upp fyrir HK í þriðja sæti riðilsins þar sem liðið er nú með 6 stig.
Grindavík er í fimmta sæti án stiga.