Katla skaut Þrótti á toppinn

Þróttur er í toppsætinu eftir sannfærandi sigur í dag.
Þróttur er í toppsætinu eftir sannfærandi sigur í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þróttur úr Reykjavík hafði betur gegn Selfossi, 3:0, í riðli 1 í Lengjubikar kvenna í fótbolta í dag.

Katla Tryggvadóttir átti góðan leik fyrir Þrótt og skoraði tvö fyrstu mörkin á fyrstu 25. mínútunum. Jelena Tinna Kujundzic bætti við þriðja og síðasta marki Þróttar á 44. mínútu.

Þróttur er í toppsæti riðilsins með níu stig, Þór/KA er í öðru sæti með sex, Selfoss í þriðja með þrjú og Valur, FH og KR eru án stiga.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert